Rökræður

Í einkasamtölum samþykkja allir gildi gagnrýninnar hugsunar og mikilvægi þess að menn setji mál sitt skýrt og skipulega fram, með rökstuðningi. Á opinbera sviðinu er gildi gagnrýninnar hugsunar hins vegar ekki alltaf í hávegum höfð. Og þegar maður fylgist með þjóðmálaumræðu dagblaðanna finnst manni oft verulegur skortur á gagnrýninni hugsun.

Stórir stjórnmálaflokkar sem skreyta sig með hugtökum á borð við lýðræði þora jafnvel ekki að hafa skoðun á umdeildum málum án þess að ráðfæra sig við spunameistara og skoðanakannanir. Fréttamenn elta oftar en ekki hina fögru og frægu eða hina ólánsömu og vansælu. Rök og skoðanaskipti er ekki lengur gilt umfjöllunarefni fjölmiðla, allra síst þegar þau eru sett fram af ómyndarlegu fólki sem tafsar. Það er víst óheppilegt fyrir fjölmiðla. Öll umræða virðist þurfa að vera hraðsoðin svo hún passi í 20 sekúndna frétt. Augljóslega er ekki pláss fyrir annað en fyrir upphrópanir og slagorð á jafn stuttum tíma. Yfirborðsmennska og metnaðarleysi hellist yfir samfélag okkar og fjölmiðlarnir hafa enga getu til þess að sporna við því.

Öflug lýðræðisleg umræða er nauðsynleg hverju samfélagi. Þannig tryggjum við best réttar niðurstöður og þar með farsæld okkar allra. Verum virk, tökum þátt og höfum áhrif til hins betra.

Comments

comments

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink. Both comments and trackbacks are currently closed.