Óræktargarður í Reykjavík

Það vantar óræktargarð með njólum, rabbabara, baldursbrám og drullupollum í Reykjavík. Svona stað þar sem börn geta komið og gert það sem þeim sýnist. Á rigningardögum geta þau hoppað í pollum, brotið skæni á þeim og búið til stíflur. Á vordögum geta þau tínt blóm og gert úr þeim blómsveiga, raðað spýtum og steinum svo úr verði þorp og látið hugmyndarflugið teyma sig áfram. Á heitum sumardögum mætti láta renna í litlar vatnslaugar sem börn og fylgdarfólk getur buslað í. Svo væri hægt að setjast á íðilfagurt gras og gæða sér á samloku með ávaxtamauki. Í garðinum má finna hvers kyns plöntur sem fá að vaxa eins og þeim sýnist. Þar mættu líka vera reitir sem gestir sá fræjum í á vorin þannig að í beðinu spryttu alltaf upp ný og forvitnileg blóm ár hvert. Á veturna fá börnin síðan að brjóta skæni á pollum þegar frystir og við skulum vona að það snjói alltaf örlítið meira í óræktargarðinum í Reykjavík

Comments

comments

This entry was posted in Skipulagsmál. Bookmark the permalink. Both comments and trackbacks are currently closed.