Varð göfugmennskan okkur að falli?

Lýðræðishugmyndin sem er ríkjandi inna VG er falleg og göfug. Hún gengur út á það að fólk sé upplýst og að atkvæðagreiðsla leiði fram þjóðarviljann. Nema hvað. Þannig á að una dómi kjósenda og líta svo á að niðurstaðan sé rétt – í einhverjum skilningi. Innan VG er afstaðan til lýðræðisins ekki jafn kaldlynd og hjá þeim sem átta sig á hvernig lýðræði samtímans virkar og hvernig flestir kjósa á grundvelli félagslegra þátta frekar en raka. Hvernig áróður, stétt, ímynd og framsetning hefur meiri áhrif á athafnir almennings. Þetta á ekki að dyljast neinum sem gaumgæfir fjölmiðlaumræðu, kosningaúrslit og afstöðu lýðsins til ýmissa mála. Og þó menn vísi í Grikkina um sínar rómantísku hugmyndir um lýðræðið þá var Aristóteles  meðvitaður um þessa vankanta. Og það skrýtna er að margir vinstrimenn virðast betur lesnir í mörgum af þeim fræðum sem taka undir þetta. En það dugir ekki til .

Og út frá þessu mætti skamma Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Það mætti skamma okkur fyrir að halda að hugsjónin ein og sér dygði okkur. Það má skamma okkur fyrir að færa okkur ekki betur í nyt markaðsöflin til að sannfæra kjósendur um að félagshyggja sé málið. Það má skamma okkur fyrir að fara ekki í einhvers konar naflaskoðun og endurskoða verklag hugmyndafræðinnar. Það má skamma okkur fyrir margt en eitt getum við þó þvegið hendur okkar af. Við erum með hjartað á réttum stað – og það slær til vinstri.

Og nú þarf bara að fara í vorhreingerningar.

Comments

comments

This entry was posted in Pólitík. Bookmark the permalink. Both comments and trackbacks are currently closed.

4 Comments

 1. Kristinn Már Ársælss
  Posted 1.6.2010 at 11:35 | Permalink

  Er skynsemisvæðingin ekki fremur kaldlynd en félagslegir þættir?

 2. Posted 1.6.2010 at 11:37 | Permalink

  Ég held ég hafi misst af skynsemisvæðingunni. Hvar fór hún fram? Hvenær urðu félagslegir þættir annars flokks og óskynsamlegir?

 3. Kristinn Már Ársælss
  Posted 1.6.2010 at 12:03 | Permalink

  Ég skildi þig þannig að það væri kaldlynd afstaða til lýðræðisins að spila á félagslega þætti fremur en rök. Eru rökin ekki fremur kaldlynd en hitt – er ekki gott að maðurinn sé félagsvera en ekki rökvera (hann er auðvitað sitt lítið af hvoru en ég er ekki hrifinn af því að maðurinn eigi að vera rökvera sem siðferðiafstöðu). Af hverju erum við að tala um þetta í kommentakerfi, soldið bjánalegt.

 4. Posted 1.6.2010 at 12:22 | Permalink

  Segðu …