Smáskilaboð

Væri það ekki fínt að geta fengið smáskilaboð í farsímann frá Reykjavíkurborg um t.d. loftgæði og frjókornatölu? Maður færi inn á rvk.is og veldi sér þá upplýsingaþjónustu sem hentar manni. Sumir hafa kannski áhuga á viðburðum á vegum borgarinnar aðrir á því sem eingöngu snertir hverfin þeirra. Með svona þjónustu hefði verið hægt að senda Reykvíkingum sms-tilkynningu  um að strætó færi samkvæmt laugardagsáætlun í dag. Þá hefðu kannski fleiri sparað sér bensínið og bílastæðavesenið (en það var t.d. búið að leggja uppi á umferðareyjum við Sæbraut og Kalkofnsveg) þegar þeir þeystust niður í bæ til að taka þátt í 17. júní hátíðarhöldunum.

Talandi um að bílisminn sé að drepa þessa borg.

Comments

comments

This entry was posted in Borgin. Bookmark the permalink. Both comments and trackbacks are currently closed.