Author Archives: Líf

Þörf áminning og smá grobb

Vinstri græn eru sterk í borgarstjórn. Á síðasta kjörtímabili hefur VG meðal annars: Fengið samþykkt að orkuverð OR verði gert opinbert Fengið samþykkta hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavíkurborg Fengið samþykkt rannsókn á stjórnsýslu og stjórnkerfi borgarinnar Komið í veg fyrir að Orkuveitan lenti í klóm Hannesar og Bjarna Fengið samþykkt að afnema forréttindi borgarfulltrúa og valinna embættismanna […]

Posted in Óflokkað | Comments closed

Prinsipp fjúka – fylgið ekki

Sjálfstæðismenn hafa rekið Reykjanesbæ illa. Svo illa að þeir neyddust til að selja hlut sinn í HS-orku. Þeir eru á kúpunni og skítsama um prinsipp. Selja og græða – eins og sjálfstæðismönnum einum er lagið.  Ef salan hefði ekki komið til hefði verið geigvænlegt tap á rekstri Reykjanesbæjar. Svona vilja VG ekki standa að málum. […]

Posted in Pólitík | Comments closed

Óræktargarður í Reykjavík

Það vantar óræktargarð með njólum, rabbabara, baldursbrám og drullupollum í Reykjavík. Svona stað þar sem börn geta komið og gert það sem þeim sýnist. Á rigningardögum geta þau hoppað í pollum, brotið skæni á þeim og búið til stíflur. Á vordögum geta þau tínt blóm og gert úr þeim blómsveiga, raðað spýtum og steinum svo […]

Posted in Skipulagsmál | Comments closed

Að loknu forvali

Niðurstöður forvalsins liggja fyrir. Ég lenti í þriðja sæti og er bæði þakklát og hrærð fyrir stuðninginn og traustið sem mér var sýnt af félagsmönnum. Ég mætti til leiks ókynnt og hef hingað til ekki haft afskipti af stjórnmálum opinberlega. Það var því á brattann á sækja og oft mættu mér margs konar hindranir. Eftir […]

Posted in Óflokkað | Comments closed

Praktískar upplýsingar fyrir forvalsdag

Það hefur vonandi ekki farið fram hjá félagsmönnum VG að forvalskosningin er á laugardaginn, 6. febrúar. Hún fer fram í Kvennaskólanum við Þingholtsstræti á milli klukkan 10 og 18. Hér er mynd sem ég fann á vef Kvennaskólans og sýnir staðsetninguna ágætlega: http://kvenno.is/pages/16. Kosningin fer fram í Uppsölum. Húsnæðið er gegnt breska og þýska sendiráðinu […]

Posted in Óflokkað | Comments closed

Rökræður

Í einkasamtölum samþykkja allir gildi gagnrýninnar hugsunar og mikilvægi þess að menn setji mál sitt skýrt og skipulega fram, með rökstuðningi. Á opinbera sviðinu er gildi gagnrýninnar hugsunar hins vegar ekki alltaf í hávegum höfð. Og þegar maður fylgist með þjóðmálaumræðu dagblaðanna finnst manni oft verulegur skortur á gagnrýninni hugsun. Stórir stjórnmálaflokkar sem skreyta sig […]

Posted in Óflokkað | Comments closed

Ætli kosningar séu í vændum?

Í dag fékk ég álagningarseðil fasteignagjalda 2010 inn um lúguna. Það er svo sem ekki í frásögu færandi nema neðst á yfirlitinu er orðsending frá borgarstjórn. Þar stendur: Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað þann 3. desember 2009 að halda hlutfalli fasteignaskatta 2010 óbreyttu frá fyrra ári. Ætli kosningar séu í vændum og þarna sé á ferðinni dulinn […]

Posted in Óflokkað | Comments closed

Fiskbollur í dós

Það er skemmtilegt hvernig hægri-hugsunin kemur upp um sig í ýmsum ákvörðunum sem snúa að mannfólkinu, eins og til dæmis þegar rætt er um ölmusur og stimpilklukkur. Fjármagnið er öllu ofar og allt skal mælt eftir mælistiku fjármagnsins. Þessar mælingar kalla svo á sérstaka orðræðu þar sem rætt er um „fjárfestingu í menntun“, „mannauð“ og […]

Posted in Menntun | Comments closed

Skrímslaprófkjör

Á meðan frambjóðendur sjálfstæðisflokks og samfylkingar keppast um hylli kjósenda sinna með hressilegum fjárútlátum, fer Vinstrihreyfingin – grænt framboð inn í forvalsbaráttuna með fyrirhyggju og sparnað í veganesti. Á undanförnum árum hefur prófkjörsbaráttan stigið í takt við taumlausa útþenslu og bruðlið hefur stigmagnast. Kostnaður sumra frambjóðenda hleypur á milljónum. Þess má geta að hámarksstyrkjaupphæð til […]

Posted in Pólitík | Comments closed

Kennarar með skóflu?

Að vinna og iðja eitthvað er mikilvægt fyrir sjálfsmynd okkar allra. Ein fyrsta spurning okkar þegar við hittum einhvern er oftar en ekki: „Hvað gerir þú?“ Heiðarleg vinna er okkur því mjög mikilvæg, bæði fyrir sjálfsmynd okkar og lífsfyllingu og afkomu. Rannsóknir benda til þess að fátt sé jafn mikið áfall fyrir sálarlíf fólks og […]

Posted in Atvinna | Comments closed