Category Archives: Borgin

Gámagettó

Í lögum segir að sveitarfélögin eigi að tryggja húsnæði fyrir íbúa sem “ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna”. Þetta hefur Reykjavík gert með t.d. félagsbústöðum. Sama hvernig hefur árað þá hefur Reykjavík alltaf haft það fyrir stefnu að hafa íbúðirnar góðar, […]

Also posted in Pólitík, Skipulagsmál, Óflokkað | Tagged , , , , | Comments closed

Þrándur í götu

Sá vandi sem almennur leigumarkaður stendur frammi fyrir helgast meðal annars af því að stjórnvöld hafa ekki fylgst nægilega vel með þróuninni. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur lítið verið fylgst með leigumarkaðnum og Reykjavík er þar ekki undanskilin. Fyrir hrun var mikið byggt og fór svo í hruninu að margar íbúðir stóðu tómar. Eftir hrun hefur […]

Also posted in Pólitík, Skipulagsmál | Tagged | Comments closed

Já, þetta er hægt!

Margir hafa velt fyrir sér hvort tillögur okkar Vinstri grænna séu raunhæfar og hvort það sé til peningur fyrir þessu öllu. Við höfum ætíð svarað því játandi og bent á mikilvægi þess að stórauka framlög til menntamála í borginni um leið. Við viljum bæði gera grunnþjónustu við börn gjaldfrjálsa og við viljum líka bæta kjör […]

Also posted in Menntun, Pólitík | Tagged , , , | Comments closed

Einkavæðingavinirnir í borgarstjórn

Í ljósi umræðu um mögulega sölu á eignarhlut ríkisins á Landsvirkjun finnst mér rétt að minna á að ekki er langt síðan að tveir flokkar í borgarstjórn,  Samfylkingin og Besti flokkurinn, viðruðu hugmyndir sínar um að selja Orkuveituna. Sjá t.d. frétt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins  frá 27. janúar 2011. Við skulum halda því til haga að […]

Also posted in Pólitík | Tagged , , | Comments closed

Skugginn yfir Frakkastíg

Háhýsið sem nú stendur til að reisa neðst við Skúlagötu í Skuggahverfinu er virkilega vond hugmynd. Reyndar finnst mér Skuggahverfið og háhýsin þar ekki falleg þyrping þó ég efist ekki um að útsýnið úr íbúðunum sé stórkostlegt. Þar er eflaust gott að búa. En þegar nýjar byggingar eru samþykktar verður  að taka tillit til byggðar […]

Also posted in Pólitík, Skipulagsmál | Tagged , , , , , , , , | Comments closed

Unga fólkið og spurningarnar

Fór á sunnudaginn á fund hjá UVG og sat þar, ásamt meðframbjóðendum mínum í oddvitasætið, undir svörum. Ungliðarnir höfðu undirbúið tíu spurningar þar sem hver og einn fékk eina mínútu til að svara. Fyrsta spurningin var um sjálfa mig og ég sleppi henni í þessari upptalningu.  Auðvitað var hægt að hafa mikið lengra mál um hvern […]

Also posted in Pólitík, Spurt og svarað | Comments closed

Hús, bílar og menn

Í fyrsta skipti sem ég fékk að kjósa var ég 18 ára gömul og greiddi atkvæði gegn Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku árið 1992. Þá hafði ég búið í Kaupmannahöfn í tæp tvö ár og var farin að jafna mig á heimþránni til Íslands eða öllu heldur Reykjavíkur. Ég flutti heim þremur árum síðar og […]

Also posted in Pólitík, Skipulagsmál | Tagged , , , | Comments closed

Lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni

Í tíð R-listans var ákveðið að Vísindagarðar skyldu rísa í Vatnsmýri. Mér finnst það ágæt hugmynd. Stúdentagarðarnir sem nú hafa risið eru liður í því. Engin fyrirtæki eða stofnanir hafa hins vegar komið sér fyrir innan vébanda Vísindagarðanna. Mögulega er engin eftirspurn. Mögulega hefur hrunið haft einhver áhrif á það. Hvað sem því líður hefur […]

Also posted in Pólitík, Skipulagsmál, Óflokkað | Tagged , , , , , , | Comments closed

Rammi Reykjavíkur

Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt […]

Also posted in Blaðagreinar, Pólitík | Tagged , , , | Comments closed

Umræður um tónlistarskólana í borgarstjórn

Forseti, ágætu borgarbúar og borgarfulltrúar. Undanfarið hefur mér verið hugsað um sögu sem ég heyrði eitt sinn. Ég veit svo sem ekki hvort hún er sönn eða hvort ég hafi hana rétt eftir. Engu að síður er hún góð og mig langar að deila henni með ykkur. Fyrir mörgum áratugum síðan mætti stjörnuáhugamaður nokkur, sem […]

Also posted in Menntun, Pólitík | Comments closed