Category Archives: Óflokkað

19. júní

Háttvirtu áheyrendur! Þótt ég standi hér, er það eigi fyrir þá sök, að ég þykist færari en aðrar konur til að taka fyrir umtalsefni eina hlið af þessu mikla áhuga- og velferðarmáli voru: um hagi og réttindi kvenna, heldur vegna þess, að ég vil að einhver af oss konum hreyfi við því. Og fyrst engin […]

Posted in Óflokkað | Comments closed

Hátíðarræða í Hólavallakirkjugarði

Það er árviss viðburður 17. júní að leggja blómsveig á leiði heiðurshjónanna sem hvíla hér, Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar sem Íslendingar völdu sem táknmynd sjálfstæðisbaráttu sinnar á 19. öld. Jón ber viðurnefnið forseti, því hann var forseti Hins íslenska bókmenntafélags, og það er ef til vill táknrænt fyrir viðhorf þeirra landa okkar sem lýstu […]

Posted in Óflokkað | Tagged , , , , | Comments closed

Davíð á Bessastöðum

Flestir vita að það gengur ekki að kjósa Davíð Oddsson forseta lýðveldisins. Fyrir því eru margvísleg góð rök. Samt hefur ein röksemd gegn því fallið í skuggann af öðrum. Eitt af verkefnum forseta er að hafa yfirumsjón um að mynda ríkisstjórn. Það má hugsanlega deila um hversu mikið reynir á það. Eftir kosningar kemur þó […]

Posted in Óflokkað | Comments closed

Skilaboð til stjórnvalda í Ísrael

Sendiherra Ísraels bað borgarstjórn um að hitta sig á fundi. Sá fundur fór fram í dag. Á fundinum vorum við fjögur sem létum sendiherrann fá hvatningu um m.a. að virða mannréttindi Palestínumanna og hætta hernáminu. Það er ekki oft þar sem borgarfulltrúar fá tækifæri til að láta sig málefni alþjóðasamfélagsins varða þó snertifletirnir séu vissulega […]

Posted in Óflokkað | Comments closed

Pissað í skóinn

Ef mönnum eru boðnir tveir kostir þar sem annar kemur strax til áhrifa en hinn, sem er nokkru betri, þó nokkru síðar, þá velja menn fyrri kostinn nema sá síðari sé þeim mun hagstæðari. Maðurinn hefur þá tilhneigingu að velja það sem hann getur fengið strax og bætir hag hans umsvifalaust, þó honum bjóðist meira […]

Also posted in Pólitík | Tagged , , | Comments closed

Gámagettó

Í lögum segir að sveitarfélögin eigi að tryggja húsnæði fyrir íbúa sem “ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna”. Þetta hefur Reykjavík gert með t.d. félagsbústöðum. Sama hvernig hefur árað þá hefur Reykjavík alltaf haft það fyrir stefnu að hafa íbúðirnar góðar, […]

Also posted in Borgin, Pólitík, Skipulagsmál | Tagged , , , , | Comments closed

Lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni

Í tíð R-listans var ákveðið að Vísindagarðar skyldu rísa í Vatnsmýri. Mér finnst það ágæt hugmynd. Stúdentagarðarnir sem nú hafa risið eru liður í því. Engin fyrirtæki eða stofnanir hafa hins vegar komið sér fyrir innan vébanda Vísindagarðanna. Mögulega er engin eftirspurn. Mögulega hefur hrunið haft einhver áhrif á það. Hvað sem því líður hefur […]

Also posted in Borgin, Pólitík, Skipulagsmál | Tagged , , , , , , | Comments closed

Banabiti íslenskrar velferðar?

Í einhverri kosningabaráttu var ónefndur flokkur sem hélt því fram að traust efnahagsstjórnun væri stærsta velferðarmálið. Undir þá fullyrðingu er vel hægt að taka. Ef velferðarkerfið fær litla eða enga fjárveitingu þá sveltur málaflokkurinn og það snertir okkur öll. Pólitísk forgangsröðun ræður síðan mestu um, hversu hátt málaflokknum er gert undir höfði. Nú kom þing […]

Posted in Óflokkað | Tagged , | Comments closed

Klofningur

Posted in Óflokkað | Comments closed

Þörf áminning og smá grobb

Vinstri græn eru sterk í borgarstjórn. Á síðasta kjörtímabili hefur VG meðal annars: Fengið samþykkt að orkuverð OR verði gert opinbert Fengið samþykkta hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavíkurborg Fengið samþykkt rannsókn á stjórnsýslu og stjórnkerfi borgarinnar Komið í veg fyrir að Orkuveitan lenti í klóm Hannesar og Bjarna Fengið samþykkt að afnema forréttindi borgarfulltrúa og valinna embættismanna […]

Posted in Óflokkað | Comments closed