Category Archives: Skipulagsmál

Styður áfengi í matvöruverslanir markmið aðalskipulags?

Forseti og borgarstjórn – og ágætu borgarbúar. Hér liggur fyrir tillaga sem virðist vera viðleitni til þess að styðja við sjálfbær hverfi. Er tillagan sett í þann búning um að sé að ræða einhvers konar skipulagsmál þar sem andi aðalskipulags leiðir til tiltekinnar niðurstöðu. Sú er hins vegar ekki raunin. Þó tillagan sé vissulega klædd […]

Also posted in Ræður | Comments closed

Gámagettó

Í lögum segir að sveitarfélögin eigi að tryggja húsnæði fyrir íbúa sem “ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna”. Þetta hefur Reykjavík gert með t.d. félagsbústöðum. Sama hvernig hefur árað þá hefur Reykjavík alltaf haft það fyrir stefnu að hafa íbúðirnar góðar, […]

Also posted in Borgin, Pólitík, Óflokkað | Tagged , , , , | Comments closed

Þrándur í götu

Sá vandi sem almennur leigumarkaður stendur frammi fyrir helgast meðal annars af því að stjórnvöld hafa ekki fylgst nægilega vel með þróuninni. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur lítið verið fylgst með leigumarkaðnum og Reykjavík er þar ekki undanskilin. Fyrir hrun var mikið byggt og fór svo í hruninu að margar íbúðir stóðu tómar. Eftir hrun hefur […]

Also posted in Borgin, Pólitík | Tagged | Comments closed

Skugginn yfir Frakkastíg

Háhýsið sem nú stendur til að reisa neðst við Skúlagötu í Skuggahverfinu er virkilega vond hugmynd. Reyndar finnst mér Skuggahverfið og háhýsin þar ekki falleg þyrping þó ég efist ekki um að útsýnið úr íbúðunum sé stórkostlegt. Þar er eflaust gott að búa. En þegar nýjar byggingar eru samþykktar verður  að taka tillit til byggðar […]

Also posted in Borgin, Pólitík | Tagged , , , , , , , , | Comments closed

Hús, bílar og menn

Í fyrsta skipti sem ég fékk að kjósa var ég 18 ára gömul og greiddi atkvæði gegn Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku árið 1992. Þá hafði ég búið í Kaupmannahöfn í tæp tvö ár og var farin að jafna mig á heimþránni til Íslands eða öllu heldur Reykjavíkur. Ég flutti heim þremur árum síðar og […]

Also posted in Borgin, Pólitík | Tagged , , , | Comments closed

Lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni

Í tíð R-listans var ákveðið að Vísindagarðar skyldu rísa í Vatnsmýri. Mér finnst það ágæt hugmynd. Stúdentagarðarnir sem nú hafa risið eru liður í því. Engin fyrirtæki eða stofnanir hafa hins vegar komið sér fyrir innan vébanda Vísindagarðanna. Mögulega er engin eftirspurn. Mögulega hefur hrunið haft einhver áhrif á það. Hvað sem því líður hefur […]

Also posted in Borgin, Pólitík, Óflokkað | Tagged , , , , , , | Comments closed

Óræktargarður í Reykjavík

Það vantar óræktargarð með njólum, rabbabara, baldursbrám og drullupollum í Reykjavík. Svona stað þar sem börn geta komið og gert það sem þeim sýnist. Á rigningardögum geta þau hoppað í pollum, brotið skæni á þeim og búið til stíflur. Á vordögum geta þau tínt blóm og gert úr þeim blómsveiga, raðað spýtum og steinum svo […]

Posted in Skipulagsmál | Comments closed